Hvað segja stjórnendur um breytingar á viðskiptasiðferði síðustu ár?

Á morgun, þriðjudaginn 18. október, stendur Viðskiptaráð Íslands, Félag löggiltra endurskoðenda, Félag viðskipta- og hagfræðinga, Lögmannafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir opnum morgunverðarfundi um stöðu viðskiptasiðferðis á Íslandi og hlutverk háskólanna hvað kennslu á sviði viðskiptasiðfræði varðar.

Dagskrá má nálgast hér

Fundurinn fer fram í stofu V201 í Háskólanum í Reykjavík (Farið er upp stóra stigann í aðalbyggingunni, Sólinni, og þar til vinstri), þriðjudaginn 18. október 2011 kl 8:30-10:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. með morgunverði sem hefst kl. 8.15.

Tengt efni

Hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
10. maí 2023

Tölur í tóma­rúmi og tíma­bundni banka­skatturinn

Skýrasta tækifærið til að bæta kjör landsmanna er að lækka bankaskattinn enn ...
16. maí 2023

Morgunspjall með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
26. apr 2023