Dómafordæmi flýti endurskipulagningu

Fimmtudaginn 20. október kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Íslandsbanka hf. gegn þrotabúi AB 258 ehf., áður Kraftvélaleigan ehf. Fyrir dómi var tekist á um þýðingu samninga um fjármögnun á vinnuvélum. Ágreiningur aðila snéri að því hvort um væri að ræða lánssamning eða leigusamning. Út frá orðalagi skilmála samningsins, bæði sérstakra og almennra, taldi dómstóllinn ljóst að þarna væri um lán til kaupa að ræða sem var íklætt búningi leigusamnings. Taldi dómurinn að samningur sá er var gerður undir heiti fjármögnunarleigusamnings væri þannig í eðli sínu lánssamningur. Dómurinn er enn eitt skrefið í að leysa úr þeirri óvissu sem hefur ríkt í meðför samninga af þessu tagi innan fjármálakerfisins og fyrir dómstólum.

Ljóst er af sambærilegum dómum Hæstaréttar undanfarin misseri að ekki hefur verið nægilegt fylgi milli efni samninga af þessu tagi og tilgangs. Undangengnir dómar eru því hvatning til fyrirtækja, hvoru megin borðið sem þau sitja, að huga betur að efnisákvæðum samninga sem eru gerðir og að fylgni sé á milli þeirra og tilgangs, yfirskriftar og framsetningar. Þá er umræddur dómur ekki síður hvatning fyrir fjármálakerfið til að hraða endurskipulagningarmálum fyrirtækja og vinna úr dómafordæmum sem þessum á þann hátt sem þjónað getur endurskipulagningaferlinu í heild.

Þá má ljóst vera að endurskipulagningaferli fyrirtækja hefur gengið of hægt. Ein leið til að hraða því ferli er að beita dómafordæmum af þessum toga við úrlausn sem flestra sambærilegra mála. Tengt efni:

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Keppni án verðlauna

Við fáum engin verðlaun fyrir að vera kaþólskari en páfinn
12. júl 2023

Nauðsynlegt að tryggja félagafrelsi á vinnumarkaði

Umsögn Viðskiptaráðs um félagafrelsi á vinnumarkaði (mál nr. 24)
8. des 2022