Fjölgun samninga um fjárfestingavernd

Á síðasta löggjafarþingi var samþykkt þingsályktunartillaga í þá veru að fjölga gerð tvíhliða samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga (e. Bilateral Investment Treaties). Eins og nafn þeirra ber með sér þá snýr megininntak þeirra að vernd fjárfestinga í viðkomandi ríkjum, umfram það sem leiðir af hefðbundnum fríverslunarsamningum, og kveða þeir m.a. á um skyldubundna gerðarmeðferð þegar ríki gerast brotleg við efni þeirra.

Viðskiptaráð er að aðstoða utanríkisráðuneytið við að kortleggja þörf íslenskra fyrirtækja fyrir gerð slíkra samninga og þá við hvaða lönd. Hér er einkum verið að horfa til landa utan EES svæðisins enda er EES - samningurinn almennt talinn veita ákveðna grunnvernd í þessum efnum. Alls hafa nú þegar verið gerðir 11 samningar og eru þeir við eftirfarandi lönd: Chile, Egyptaland, Indland, Suður-Kóreu, Kína, Lettland, Líbanon, Litháen, Mexíkó, Víetnam og Singapúr. Þessi fjöldi setur Ísland hins vegar í 119. - 123. sæti af þeim 174 ríkjum sem hafa gert síka samninga, sjá nánar á vef Alþjóðastofnunarinnar um lausn fjárfestingadeilna. Það er því þörf á talsverðum umbótum á þessu sviði.

Aðildarfélagar eru hvattir til að hafa samband við ráðið hafi þeir áhuga á að vita meira um ferlið sem og ef þeir eru með ábendingar um lönd sem einblína ætti á í þessari vinnu. Allar frekar upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri.

Tengt efni

Endurskoða þarf ákvæði um kyrrsetningu loftfars

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um loftferðir.
3. feb 2022

Færri ríkisstofnanir - stærri og betri

Leiðarljósið við mótun stofnanaumgjarðar hins opinbera á að vera aukin gæði og ...
10. mar 2021

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna - nám

Opni háskólinn í HR, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands, býður upp á nám fyrir ...
21. okt 2009