Greiðslutryggingar: Góður árangur náðst en enn töluvert í land

Í kjölfar hruns efnahagskerfisins í október 2008 lokuðu stærstu erlendu greiðslutryggingarfélögin, Euler Hermes, Atradius og Coface, fyrir viðskipti við íslensk fyrirtæki. Eins og gefur að skilja olli þetta miklum vandræðum í viðskiptum fyrirtækja, sem nú þurftu að fyrirframgreiða vörusendingar eða útvega aðrar kostnaðarsamar greiðslutryggingar. Ein af afleiðingum þessa var aukinn kostnaður í vöruviðskiptum sem skilar sér með beinum hætti til neytenda í gegnum hækkað vöruverð og minna vöruúrval.

Rofa fór til í þessum efnum aftur núna í haust þegar Atradius opnaði aftur fyrir greiðslutryggingar fyrir íslensk fyrirtæki en Coface hafði opnað aftur fyrir tryggingar haustið 2009. Mikil vinna er að baki þessum árangri en í nóvember 2008 var settur saman samstarfshópur af Viðskiptaráði og Iðnaðarráðuneytinu en auk þeirra störfuðu í hópnum Creditinfo á Íslandi, TM, Sjóvá, Seðlabanki Íslands, Utanríkisráðuneytið, Viðskiptaráðuneytið og fulltrúar banka.

Í kjölfar opnunar hjá Atradius fyrir tryggingar fyrir íslensk fyrirtæki kom eftirfarandi tilkynning frá þeim: „Leading credit insurer Atradius can once again offer credit insurance cover on Icelandic companies.  As Nicki Albers, Director of Atradius Risk Services for the region, explains:  "Iceland's economic situation is gradually improving from its 2008 crisis, and its government has worked closely with the IMF to return to a sustainable path - even though there is still some way to go.  As a result, we can now prudently consider our customers' credit limit applications, subject to sight of their Icelandic buyers' 2010 accounts at the earliest and complete openness about their refinancing arrangements“.

Eins og kom fram í fréttum í síðustu viku þá staðfesti stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Euler Hermes, að það hafi opnað fyrir greiðslutryggingar fyrir fyrirtækið Innnes. Því miður hefur það ekki opnað fyrir greiðslutryggingar fyrir önnur fyrirtæki enn sem komið er en mikilvægt er að fyrirtæki tileinki sér vönduð vinnubrögð og öfluga upplýsingagjöf svo það megi verða.

Mikilvægt er fyrir verslun og þjónustu hér á landi að opnað verði fyrir greiðslutryggingar frá sem flestum aðilum en eins og áður sagði þá hafa bæði Atradius og Coface þegar opnað fyrir þennan möguleika á Íslandi. Markvissa vinnu frá öllum aðilum þarf til að hlutirnir komist í fyrra horf en enn er nokkuð í land með það. Gagnsæ og vönduð vinnubrögð, ríkt upplýsingastreymi og traust endurreisn fyrirtækja og hagkerfisins í heild er grunnur þess að það takist.

Tengt efni:

Tengt efni

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

„Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
4. des 2023

Orkulaus eða orkulausnir?

Traustir innviðir eru forsenda þess að samfélag og atvinnulíf á Íslandi búi við ...
16. feb 2023

Hver var þessi týpa?

Það verður forvitnilegt að sjá hversu margir viðurkenna það eftir nokkur ár að ...
10. feb 2022