Aðalfundur 2012 - kjörgögn farin út

Í dag voru send út kjörgögn vegna kosninga til formanns og stjórnar Viðskiptaráðs Íslands. Eins og áður hefur komið fram er kosningin rafræn. Því er eiginlegur kjörseðill ekki sendur út heldur bréf frá framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs þar sem farið er yfir framkvæmd kosninganna. Þar kemur einnig fram aðgangsorð hvers aðildarfélaga inn á kjörkerfið. Þegar aðgangsorðið er slegið inn opnast rafrænn kjörseðill hvers aðildarfélaga.

Á kjörseðlinum er nafn formannsframbjóðanda og leiðbeinandi ábendingarlisti stjórnar Viðskiptaráðs með nöfnum 71 félagsmanns sem gefið hafa kost á sér til stjórnarsetu ásamt auðum reitum fyrir kjörgenga aðildarfélaga sem ekki eru á ábendingarlista. Kjörseðlum þarf að skila (rafrænt) eigi síðar en þriðjudaginn 14. febrúar kl. 17:00.

Fylgigögn með kjörseðli, þ.e. áðurnefndur ábendingarlisti stjórnar, lög Viðskiptaráðs og tilkynning um framboð til formanns, eru öll aðgengileg í kosningakerfinu sjálfu og á sérstakri leiðbeiningarsíðu Viðskiptaráðs um aðalfundinn: www.vi.is/adalfundur. Að auki fylgir ábendingarlistinn (nöfnum raðað í stafrófsröð) fyrrnefndu bréfi framkvæmdastjóra ráðsins.

Aðalfundurinn fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Umsjón með stjórnarkjöri f.h. Viðskiptaráðs hafa Þórdís Bjarnadóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs og kjörnefnd, sem kosin var á síðasta aðalfundi. Allar frekari upplýsingar um Viðskiptaþing, aðalfund 2012 og stjórnarkjörið eru jafnframt veittar á skrifstofu ráðsins í síma 510-7100.

Tengt efni

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022