Atvinnulíf undirstaða lífskjara að mati 94% landsmanna

94% landsmanna telja íslensk fyrirtæki skipta öllu eða miklu máli þegar kemur að því að skapa góð lífskjör á Íslandi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Viðskiptaráð Íslands. Segja má að þessi almennu viðhorf endurspegli þá uppbyggilegu sýn að 170 þúsund íslensk heimili og 30 þúsund íslensk fyrirtæki myndi órofa heild.

Nánar verður fjallað um þetta samhengi atvinnulífs og lífskjara á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands undir yfirskriftinni „Hvers virði er atvinnulíf?“, en þingið fer fram miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi. Ræðumenn munu veita gestum innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki skapa virði úr makríl, nýjum áfangastöðum, hönnun, gagnaverum og sérstöðu Íslands. Þá verður fjallað um mikilvægi framtíðarsýnar og mótunar stefnu til lengri tíma.

Láttu þig ekki vanta! - Skráning fer fram hér.

Könnunin var framkvæmd dagana 12.-20. janúar 2012. Markmiðið var að mæla hversu miklu máli íslensk fyrirtæki skipta þegar kemur að því að skapa góð lífskjör á Íslandi að mati almennings. Úrtak könnunarinnar var 1.350 manns af öllu landinu en svarhlutfall var 63,4%.

Tengt efni

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023