Aðalfundur 2012: Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2012-2014. Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., var kjörinn formaður Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.

Í aðalstjórn Viðskiptaráðs 2012-2014 voru kjörin eftirfarandi:

 • Björgólfur Jóhannsson, Icelandair Group
 • Sævar Freyr Þráinsson, Síminn
 • Eggert Benedikt Guðmundsson, HB Grandi
 • Sigrún Ragna Ólafsdóttir, VÍS - Vátryggingafélag Íslands
 • Hrund Rudolfsdóttir, Marel
 • Hörður Arnarsson, Landsvirkjun
 • Gylfi Sigfússon, Eimskip Ísland
 • Úlfar Steindórsson, Toyota Íslandi
 • Katrín Olga Jóhannesdóttir, Já Upplýsingaveitur
 • Kristín Pétursdóttir, Auður Capital
 • Ásbjörn Gíslason, Samskip
 • Höskuldur H. Ólafsson, Arion banki
 • Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannvit
 • Ari Edwald, 365 miðlar
 • Brynja Halldórsdóttir, Norvik
 • Margrét Pála Ólafsdóttir, Hjallastefnan
 • Steinþór Pálsson, Landsbankinn
 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Actavis Group

Í varastjórn Viðskiptaráðs 2012-2014 voru kjörin eftirfarandi

 • Þórður Magnússon, Eyrir Invest
 • Svanbjörn Thoroddsen, KPMG
 • Gestur G. Gestsson, Advania
 • Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson
 • Knútur G. Hauksson, Klettur sala- og þjónusta
 • Margrét Sanders, Deloitte
 • Ólafur Gylfason, Össur
 • Hildur Árnadóttir, Bakkavör Group
 • Sigurður Viðarsson, TM - Tryggingamiðstöðin
 • Erna Gísladóttir, Ingvar Helgason
 • Hilmar Veigar Pétursson, CCP
 • Einar Örn Ólafsson, Skeljungur
 • Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa á Íslandi
 • Hermann Björnsson, Sjóvá Almennar
 • Ragnar Guðmundsson, Norðurál
 • Helgi Anton Eiríksson, Iceland Seafood
 • Svava Johansen, NTC
 • Gísli Hjálmtýsson, Thule Investments
 • Þórður Sverrisson, Nýherji

Talsverðar breytingar á stjórn
Alls tóku 13 nýir stjórnarmenn sæti í aðal- og varastjórn Viðskiptaráðs sem nemur um 35% af heildarfjölda stjórnarmanna. Þá jókst hlutur kvenna í stjórn ráðsins milli aðalfunda. Í fráfarandi stjórn voru konur 33% af aðalstjórnarmönnum og 27% af aðal- og varastjórnarmönnum. Nú nemur hlutfall kvenna í aðalstjórn um 39% og 30% fyrir aðal- og varastjórn. Þess má einnig geta að á ábendingarlista til stjórnarkjörs vegna aðalfundar var hlutfall kvenna um 30%.

Nánar um nýjan formann Viðskiptaráðs:
Hreggviður Jónsson er forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., sem á og rekur fyrirtækin Vistor, Distica, Artasan og Medor sem öll starfa sem birgjar og þjónustuaðilar við heilbrigðisgeirann. Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka alþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Hreggviður starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður hefur setið í stjórnum fjölda félaga.
 

Allar frekari upplýsingar um aðalfund Viðskiptaráðs má nálgast á vefsíðu ráðsins eða með því að hafa samband við Þórdísi Bjarnadóttur lögfræðing ráðsins.

Tengt efni

Lokaverkefni vinnuvikunnar?

Undanfarin ár hefur Viðskiptaráð hvatt fyrirtæki til að skila ársreikningum ...
5. okt 2012

Karin Forseke með hádegiserindi

Sænsk íslenska viðskiptaráðið stendur að hádegisverðafundi föstudaginn 19. ...
19. okt 2007

Aðalfundur Viðskiptaráðs

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands verður haldinn klukkan 11:00 miðvikudaginn 15. ...
15. feb 2012