Viðskiptaþing 2012: Atvinnulíf undirstaða lífskjara

Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, fór í tilefni af 95 ára afmæli ráðsins stuttlega yfir sögu þess í ræðu sinni á Viðskiptaþingi, sem stendur nú yfir. Í erindi hans kom fram m.a. fram að stefna ráðsins hafi alla tíð verið skýra, þ.e. að kröftugt atvinnulíf er „...forsenda bættra lífskjara og efnahagslegs sjálfstæðis. Frelsi í viðskiptum grundvallað á ábyrgð hvers og eins er grunnur þeirra efnahagslegu framfara sem þjóðin hefur notið á síðast liðinni öld.“

Þá fjallaði Tómas um hagvöxt sem hann sagði skipta öllu máli þegar rætt er um lífskjör þjóðarinnar. Vitanlega væri hagvöxtur ekki upphaf eða endir mannlegrar hamingju, en það mætti öllum vera ljóst að bætt lífskjör sem eiga rót sína í aukinni verðmætasköpun gera Íslendingum mögulegt að lifa betra lífi, að öðru óbreyttu. Nefndi hann m.a. að meðaltekjur á mann hefðu fjórfaldast á síðustu 65 árum en á því tímabili hafi hagvöxtur á mann verið um 2,3% á ári að meðaltali. Til marks um mikilvægi þess að vanda til verka við hagstjórn sagði Tómas að ef meðaltalshagvöxtur á tímabilinu hefði verið örlítið hærri, eða 2,6%, þá hefðu meðaltekjur getað fimmfaldast.

Sagði Tómas aukna framleiðni vera lykilinn að heilbrigðum og varanlegum lífskjarabata. Undir henni stæði atvinnulífið en um leið þyrfti að hafa í huga að reynsla undanfarinna ára hafi kennt, svo ekki verður um villst að ábyrgðarlaus áhættusækni, skuldsetningar og kæruleysislegir stjórnarhættir kollkeyra öllum rekstri. Því þyrfti nú að efla traust á atvinnulífið. „Almenningur á að geta treyst því að frelsi og ábyrgð fara sama og að hvorugt geti án hins verið. Almenningur á að geta treyst því að rökrétt samhengi sé á milli frammistöðu og umbununar og að stjórnendur fyrirtækja taki alvarlega samfélagslegar skyldur sínar og þeirra fyrirtækja sem þeir eru í forsvari fyrir“ sagði Tómas.

„Við eigum, samhliða því sem við gerum kröfur á stjórnvöld um skynsamlegt laga- og regluverk utan um atvinnustarfsemina, að gera kröfur til okkar sjálfra um góða og ábyrga stjórnarhætti. Á það hefur Viðskiptaráð lagt sérstaka áherslu á undanförnum árum. Heilbrigt atvinnulíf sem nýtur trausts almennings og skilnings stjórnmálamanna er forsenda þess að Ísland haldi áfram að vera í hópi þeirra þjóða sem bjóða hvað best lífskjör.“

Tómas ræddi að auki um nýlega viðhorfskönnun Viðskiptaráðs þar sem m.a. var spurt hversu miklu máli atvinnulífið skiptir þegar kemur að því að skapa góð lífskjör á Íslandi. Yfir 90% töldu atvinnulífið skipta mestu máli í þessu samhengi. „Þessi niðurstaða þarf ekki að koma á óvart, en hún er ekki sjálfgefin. Það sýnir mikinn styrk þjóðarinnar að þrátt fyrir efnahagsleg áföll þá hefur skilningur Íslendinga á mikilvægi atvinnurekstrar ekki dvínað. Í þessari staðreynd eru fólgin heilmikil sóknartækifæri fyrir atvinnulífið og þau eigum við að nýta vel.“ sagði Tómas.

Ræðu Tómasar má nálgast hér.

Tengt efni

Klæðlausar Kjarafréttir

Enn og aftur eru nýju fötin sem Keisarinn fékk frá Kjarafréttum í efnisminni ...
20. okt 2022

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022

Er Ísland ekki norrænt velferðarríki?

Efling heldur því fram að Ísland geti ekki talist vera norrænt velferðarríki. ...
6. júl 2022