Ný stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins

Í gær var haldinn stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMÍS). Aðsókn að fundinum var afar góð og eru stofnfélagar ráðsins rúmlega 100 fyrirtæki úr ýmsum greinum atvinnulífsins auk fjölbreytts hóps einstaklinga. Á myndinni hér að neðan er hluti stjórnar ráðsins ásamt framkvæmdastjóra þess, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þeir síðastnefndu ávörpuðu stofnfundargesti en einnig flutti Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver, erindi á fundinum.

 

Stjórn ráðsins skipa: Birkir Hólm Guðnason formaður (Icelandair), Gylfi Sigfússon (Eimskip), Jón Hákon Magnússon (KOM), Margrét Sanders (Deloitte), Pétur Þ. Óskarsson (Framtakssjóður Íslands), Sigsteinn P. Grétarsson (Marel), Sigríður Á. Andersen (LEX) og Steinn Logi Björnsson (Skipti). Nánari upplýsingar um ráðið veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri þess.

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Vel heppnað Viðskiptaþing 2023

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2023 sem fór fram á Hilton Reykjavík ...
20. feb 2023