Ný stjórn Fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Í dag fór fram morgunverðarfundur Fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS) undir yfirskriftinni „Er evran lausnin?“, en hann var haldinn í tilefni af endurreisn ráðsins. Aðalræðumaður var Yves-Thibault de Silguy, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu og einn af hugmyndasmiðum af hinni sameiginlegu mynt ESB. Ræðu hans á íslensku má nálgast hér. Húsfyllir var á fundinum, en félagar í ráðinu eru fyrirtæki úr ýmsum greinum atvinnulífsins auk fjölbreytts hóps einstaklinga.

 

Ný stjórn ráðsins hér á Íslandi skipa Baldvin Björn Haraldsson (formaður), Björk Þórarinsdóttir (varaformaður), Brynjólfur Helgason, Dominque Pledel Jónsson, Helgi Már Björgvinsson og Magnús Árni Skúlason. Varamenn eru Unnur O. Ramette og Stéphane Aubergy. Nánari upplýsingar um ráðið og aðild að því veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Tengt efni úr fjölmiðlum:

Tengt efni

Óorð í ýmsum stærðum 

„Þegar íslensk stjórnvöld ákveða að innleiða EES-reglugerðir með íþyngjandi ...
4. okt 2023

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Greining á kostnaði fyrirtækja vegna innleiðingar á sjálfbærniregluverki ...