Mikill fjöldi umsókna um námsstyrki

Tæplega 60 umsóknir bárust um námsstyrki Viðskiptaráðs, en umsóknarfrestur rann út á föstudag í síðustu viku. Síðustu rúm 95 ár, eða frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands, hefur ráðið stutt við og tekið þátt í uppbyggingu menntunar á Íslandi. Lítur Viðskiptaráð raunar svo á að stuðningur þess við menntun sé mikilvægasta framlag ráðsins til atvinnulífs, en um leið til samfélagsins í heild.

Haft verður samband við alla umsækjendur um námsstyrki 2013 í næstu viku.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun afhenda námsstyrki ráðsins á Viðskiptaþingi 13. febrúar líkt og fyrri ár. Á Viðskiptaþingi í fyrra sagði Katrín fulla ástæðu til jákvæðni á Íslandi og að það væri einkenni Íslendinga að takast á við vanda af bjartsýni.

Tengt efni

Þarf þetta að vera svona?

„Hérlendis má aftur á móti ætla að læknar þurfi að meðaltali að biðja ...
14. des 2023

Frumvarp til breytingar á raforkulögum þarfnast talsverðar endurskoðunar

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. ...
15. mar 2023

Jafna þarf stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla

Skoðun Viðskiptaráðs á stuðningi við einkarekna fjölmiðla (mál nr. 543)
10. jan 2023