Mikill fjöldi umsókna um námsstyrki

Tæplega 60 umsóknir bárust um námsstyrki Viðskiptaráðs, en umsóknarfrestur rann út á föstudag í síðustu viku. Síðustu rúm 95 ár, eða frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands, hefur ráðið stutt við og tekið þátt í uppbyggingu menntunar á Íslandi. Lítur Viðskiptaráð raunar svo á að stuðningur þess við menntun sé mikilvægasta framlag ráðsins til atvinnulífs, en um leið til samfélagsins í heild.

Haft verður samband við alla umsækjendur um námsstyrki 2013 í næstu viku.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun afhenda námsstyrki ráðsins á Viðskiptaþingi 13. febrúar líkt og fyrri ár. Á Viðskiptaþingi í fyrra sagði Katrín fulla ástæðu til jákvæðni á Íslandi og að það væri einkenni Íslendinga að takast á við vanda af bjartsýni.

Tengt efni

Fréttir

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2020

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl.9:00 í höfuðstöðvum Viðskiptaráðs ...
27. jan 2020
Fréttir

26 sóttu um námsstyrki Viðskiptaráðs

Alls sóttu 24 um námsstyrki Viðskiptaráðs Íslands, en umsóknarfrestur rann út á ...
23. jan 2007
Viðburðir

Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Á fundinum mun seðlabankastjóri fjalla um efnahagshorfur, en nýtt mat ...
4. nóv 2011