Upplýsingar um starf Samráðsvettvangsins

Á vefnum samradsvettvangur.is má nálgast upplýsingar um starf Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem stofnaður var í framhaldi af útgáfu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á skýrslunni „Charting a Growth Path for Iceland“. Samráðsvettvangurinn er þverpólitískur og þverfaglegur. Honum er ætlað að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið.

Á vettvanginum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Ragna Árnadóttir er formaður vettvangsins og Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður.

Ragna kynnti starf Samráðsvettvangsins á Viðskiptaþingi sem haldið var í febrúar síðastliðnum. Hún talaði um að þar færi fram mikilvæg hugmyndavinna um grunnmynd til framtíðar og hlutverk vettvangsins væri m.a. að skoða hvar sameiginlegar áherslur liggja. Það er mikilvægur þáttur í mótun skýrari hagvaxtarstefnu hér á landi. Nú hafa verið kynnt þrjú efnahagsleg markmið fyrir Ísland og níu tillögur sem er ætlað að styðja við aukinn efnahagslegan stöðugleika og trúverðugleika íslensks hagkerfis. Markmiðin og tillögurnar má lesa hér.

Tengt efni

Hugsum stærra – skýrsla Viðskiptaþings

Í skýrslunni leggur alþjóðahópur Viðskiptaráðs fram tillögur um hvernig má ...
27. maí 2021

Hið opinbera: Meira fyrir minna

Viðskiptaráð Íslands hefur gefur út ritið „Hið opinbera: Meira fyrir minna“ þar ...
21. okt 2020

Skilvirkni og hagkvæmni í þágu atvinnulífs og neytenda

Opinberar stofnanir ættu að vera færri frekar en fleiri, umfang þeirra nægilegt ...
12. nóv 2020