Viðskiptaþing 2014 er á miðvikudaginn

Á miðvikudaginn kemur, 12. febrúar, heldur Viðskiptaráð Íslands árlegt Viðskiptaþing undir yfirskriftinni  „Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi.““ Í ár verður fjallað um það hvort Ísland sé nægjanlega opið fyrir alþjóðlegum viðskiptum og hvernig efla megi alþjóðageirann á Íslandi. Hvort tveggja eru afar mikilvægar spurningar í tengslum við efnahagslega framvindu landsins á næstu árum og áratugum.

Aðalræðumaður Viðskiptaþingsins í ár er Sven Smit, framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu. Fáir eru betur til þess fallnir að fjalla um vaxtartækifæri innan alþjóðageirans en Sven. Auk þess að stýra starfsemi fyrirtækisins innan Evrópu, leiðir Sven fagsvið McKinsey um vöxt fyrirtækja og hagkerfa og þekkingarstefnu fyrirtækisins í almennri stefnumótun.

Gestir Viðskiptaþingsins fá afhent viðamikið upplýsingarit þar sem fjallað er um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans.

Að auki verður á Viðskiptaþinginu fjallað sérstaklega um þátt menntakerfisins í uppbyggingu alþjóðageirans. Samhliða pallborðsumræðum um menntakerfið verða kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar því tengdu, sem Viðskiptaráð lét framkvæma vikurnar fyrir þingið. Nánari upplýsingar um Viðskiptaþingið eru aðgengilegar á vefsíðu Viðskiptaráðs.

Dagskrá Viðskiptaþings 2014

13:10   Skráning
13:20   Setning fundarstjóra – Edda Hermannsdóttir, Viðskiptablaðið
13:25   Ræða formanns Viðskiptaráðs Íslands – Hreggviður Jónsson
13:40   Unlocking Iceland‘s Growth Potential – Sven Smit, McKinsey & Company
14:25   Kaffihlé
14:50   Námsstyrkir Viðskiptaráðs – kynningarmyndbönd frá styrkþegum
15:00   Ræða forsætisráðherra – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
15:20   Umhverfi alþjóðasprota á Íslandi – Helga Valfells, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
15:35   Frá örmarkaði til alþjóðamarkaðar – Árni Oddur Þórðarson, Marel
15:50   Pallborðsumræður – Styður menntakerfið við eflingu alþjóðageirans?

  • Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík
  • Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra
  • Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fyrrv. menntamálaráðherra
  • Róbert Wessman, Alvogen
  • Vilborg Einarsdóttir, Mentor

16:20   Samantekt – Frosti Ólafsson, Viðskiptaráð
16:30   Heimshornaflakk - ljúfir tónar og léttar veitingar

Tengiliðir:

  • Frekari upplýsingar um þingið veitir Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 822-8580.
  • Allar upplýsingar á þinginu sjálfu veitir Haraldur I. Birgisson aðstoðarframkvæmdastjóri í síma 822-7570.

Tengt efni

Að deila ábyrgð

Endahnútur Svanhildar Hólm í Viðskiptablaðinu 22. desember 2021.
22. des 2021

Árangur í sóttvörnum gefur tilefni til tilslakana

Íslendingar eru meira á ferðinni en erlendir samanburðarhópar, samkvæmt gögnum ...
8. jan 2021

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020