Viðskiptaþing 2014: Nauðsynlegur vöxtur í alþjóðageiranum nemur um 80 nýjum „CCP-um“

Sven vefurÁ Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, ræddi Sven Smit framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu um hvernig megi leysa úr læðingi drifkrafta hagvaxtar á Íslandi. Í erindinu fór Sven stuttlega yfir niðurstöður skýrslu McKinsey & Company um Ísland, sem kom út í október 2012.

Að mati Sven voru ein mikilvægustu skilaboð skýrslunnar að ef Íslendingar stefna á 3% árlegan hagvöxt næstu 20 ár þurfi að auka verðmæti útflutnings  um 1.000 ma. kr. Í dag standa auðlindagreinar undir meginþorra útflutnings, en vegna vaxtarskorða þurfi stór hluti framtíðarvaxtar að koma frá alþjóðageiranum. Til að þessi umbreyting geti átt sér stað þyrfti að auka fjölda starfa innan alþjóðageirans um 20 þús. manns, fjárfestingu innan geirans um 300 ma. kr. og framleiðni þyrfti samhliða að aukast um 50%. Til að setja þennan vöxt í samhengi jafngilda 20.000 ný störf innan alþjóðageirans 40 nýjum Marel, 50 nýjum Össur, 80 nýjum CCP eða 320 nýjum Meniga.

Til að ná sem bestum árangri telur Sven að Íslendingar ættu ekki að dreifa kröftum sínum of víða heldur að leggja áherslu á þekkingardrifnar greinar með alþjóðlega söluhæfar og aðgreinanlegar vörur. Ísland geti jafnframt verið mjög samkeppnishæft á sviði auðlindatengdra greina innan alþjóðageirans.

Þá ræddi Sven hvað þarf til að knýja fram umfangsmiklar kerfisbreytingar af þessu tagi. Nefndi hann fjögur þrep í því samengi: draga fram staðreyndir, setja markmið, þróa áætlun og innleiða í kjölfarið breytingar. Það var álit Sven að Íslendingar væru þegar búnir að draga fram helstu staðreyndirnar og væru komnir áleiðis með markmiðssetningu en að óvissa væri uppi um hvort skýr áætlun væri í mótun.

Sven Salur

Að lokum kom Sven inná eiginleika umbreytingaáætlunar fyrir Ísland. Þar ætti að leggja áherslu á að forgangsraða bæði hvað varðar áhrif og framkvæmanleika. Hafa þyrfti jafnframt í huga hefðbundnar áskoranir slíkrar áætlunar sem Sven sagði m.a. snúa að stærð og flækjustigi verkefna, mikilvægi samvinnu allra hagsmunaaðila, breyttri nálgun frá því sem verið hefur, áhrifum á hagsmuni einstakra aðila og leiðtogahæfileikum.

Glærur Sven Smit eru aðgengilegar hér.

Skýrsla McKinsey & Company er aðgengileg hér.

Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann má sækja hér.

Erindi Sven smit er aðgengilegt á Youtube-síðu Viðskiptaráðs.

Tengdar fréttir:

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Nú er bara að hefjast handa

Á Skattadeginum 2022 var sjónum beint að nauðsynlegum umbótum í íslensku skattkerfi
13. jan 2022