Viðskiptaþing 2014: Námsstyrkir Viðskiptaráðs afhentir

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru veittir fjórir námsstyrkir úr tveimur sjóðum Viðskiptaráðs.

Löng hefð er fyrir veitingu styrkja á Viðskiptaþingi en styrkveitingin er hluti af stuðningi ráðsins við uppbyggingu menntunar, sem ráðið hefur sinnt með markvissum hættum allt frá stofnun árið 1917, sjá nánar hér. Lítur Viðskiptaráð raunar svo á að stuðningur þess við menntun sé mikilvægasta framlag ráðsins til atvinnulífsins, en um leið til samfélagsins í heild.

Í tilefni af styrkveitingunni þá stóðu styrkþegar fyrir svörum á myndbandi sem tekið var upp dagana fyrir Viðskiptaþingið. Þar voru þeir m.a. spurðir nánar út í námið og hvernig þeir hugðust nýta viðbótarþekkingu sína til að efla íslenskt atvinnulíf. Myndbandið má nálgast hér.


Að þessu sinni hljóta fjórir einstaklingar styrk og er hver þeirra að fjárhæð 400.000 kr. Tæplega 40 umsóknir bárust um námsstyrki ráðsins og var það niðurstaðan að styrkina hljóta í ár þau:

  • Arna Pálsdóttir, doktorsnemi í Cornell háskóla í Bandaríkjunum
  • Lilja Dögg Jónsdóttir, MBA nemi í Harvard Business School
  • Ingólfur Eðvarðsson, meistaranemi í tölvunarfræði í Oxford háskóla í Bretlandi
  • Ingolf Davíð Petersen, meistaranemi í rafmagnsverkfræði DTU í Danmörku

Ingólfur og Ingolf Davíð hlutu styrkinn sem kenndur er við upplýsingatækni.

Viðskiptaráð óskar þeim öllum til hamingju með styrkina og áframhaldandi velfarnaðar í námi og lífi. Þá þakkar Viðskiptaráð þeim fjölmörgu sem sóttu um, margir þeirra hefðu verið vel að þessum styrkjum komnir.

Tengt efni

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021

Námsstyrkir Menntasjóðs Viðskiptaráðs 2020

Styrkþegar í ár eru þau Árni Freyr Gunnarsson, Bjarni Kristinsson, Bjarni ...
13. feb 2020

Jákvæð umræða um stöðu lífeyrismála

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um stöðu lífeyrismála á ...
6. maí 2010