Viðskiptaþing 2014: Áskorunum alþjóðasprota má snúa í tækifæri

Helga vefurHelga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA), fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um umhverfi alþjóðasprota á Íslandi. Helga sagði alls ekki ógerlegt að byggja upp alþjóðasprota á Íslandi. Þar vísaði Helga til þess að NSA og Frumtak væru fjárfestar í 44 fyrirtækjum sem samanlagt eru með útflutning til yfir 60 landa fyrir ríflega 7 ma. kr., en sagði jafnframt að hægt væri að gera enn betur og taldi það raunar nauðsynlegt til að viðhalda lífskjörum á Íslandi og samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Þá fór Helga jafnframt yfir leiðina að auknum hagvexti og sagði öll lönd líta þar til aukinnar nýsköpunar á grundvelli tækniframfara. „Sjávarútvegur og orka eru að sjálfsögðu það sem okkar lífsgæði byggjast á en báðar þessar atvinnugreinar eru háðar auðlindum sem og rokkstjarna atvinnulífsins, ferðaþjónustan, sem á enn inni töluverðan vöxt.“ Helga sagði jafnframt að þetta "eitthvað annað" væri það sem horft er nú á og vísaði til skilaboða skýrslu McKinsey & Company um Ísland að áhættufjárfesting hér þyrfti að vera um 3 ma. á ári til að vera á pari við Bandaríkin, en umfangið í dag er nær 700 mkr. Þessi skortur á fjármagni veldur því að fyrirtæki loka, hægja á vexti, eru seld of snemma eða flytja erlendis. Þá bæta gjaldeyrishöftin gráu ofan á svart.

Helga fór einnig yfir fjögur þrep frumkvöðulsins, þ.e. að fá hugmynd, finna fjármagn, laða að starfsfólk og að lokum komast inná viðkomandi markaði. Fyrir íslenska alþjóðasprota væru sér íslenskar áskoranir og nefndi Helga þar, smæð heimamarkaðar, legu landsins, tungumálið og veðrið. Að mati Helgu væri þó hægt að snúa þeim öllum uppí tækifæri. Þá væri hér góður jarðvergur fyrir hugmyndir sem sjá má í samfélagslegum meðbyr, öflugri grasrót, tækniþróunarsjóðnum og Gullegginu.

Meginverkefnin núna að mati Helgu eru að afnema gjaldeyrishöftin, innleiða skattalega hvata vegna launa til að gera sprotum kleift að laða að hæft starfsfólk og fyrir fjárfesta og auka almennt fjármagn í umferð til handa alþjóðasprotum.

Glærur Helgu Valfells eru aðgengilegar hér.

Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann má sækja hér.

Tengt efni

Fullt hús á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS

Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á ...
10. mar 2023

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022