Viðskiptaþing 2014: Fyrst og fremst spurning um vilja, ekki getu

Frosti vefurÍ ræðu sinni á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, sagði Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, að þegar horft væri til áskorana og tækifæra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri væru það þrír þættir sem skera sig úr:

  • Framtíðarstefna í peningamálum og þær margþættu áskoranir sem gjaldeyrishöft skapa
  • Þau miklu tækifæri sem öflugur mannauður skapar til framtíðar
  • Og síðast en ekki síst hvernig viðhorf Íslendinga gætu staðið uppbyggingu alþjóðageirans fyrir þrifum

Frosti fór yfir stöðu peningamála og nefndi að smæða íslensku krónunnar myndi – ein og sér – alltaf standa alþjóðageiranum fyrir þrifum og að viðbættum gjaldeyrishöftum væru forsendur til vaxtar nær engar og yfirgnæfandi líkur þannig á því að þau fyrirtæki sem njóta alþjóðlegrar velgengi sjá hag sínum betur borgið annars staðar. „Skýr framtíðarstefna í peningamálum og markvissar aðgerðir til afnáms hafta eru því algjört grundvallaratriði fyrir uppbyggingu alþjóðageirans.“ 

Þá sagði Frosti samkeppnishæft vinnuafl og kraftmikla frumkvöðla meginástæðu þess að tekist hefur að viðhalda umsvifum alþjóðlegrar starfsemi hér á landi. En betur má ef duga skal því tryggja þarf að hæft vinnuafl sjái framtíð sinni best borgið hérlendis. Til þess þarf auknar fjárfestingar í rannsóknum, háskólamenntun og nýsköpun.

Frosti ræddi jafnframt viðhorf gagnvart alþjóðlegum umsvifum og sagði stjórnvöld, atvinnulíf og almenning verða að vera tilbúin að hoppa út í djúpu laugina til að njóta ávinningsins. „„Við eigum ekki að vera þjóð sem er hrædd við erlenda samkeppni, hrædd við að taka skynsamlega áhættu eða hrædd við að innleiða breytingar. Við eigum þvert á móti að taka breytingum fagnandi og sýna hugrekki og framsýni í stefnumörkun framtíðarinnar.“

Ræða Frosta Ólafssonar er aðgengileg hér.

Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann má sækja hér.

Erindi Frosta Ólafssonar er aðgengilegt á Youtube-síðu Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Alltaf á þolmörkum?

Ný kynning Viðskiptaráðs fjallar um stöðu mála og framtíðarhorfur í ...
2. sep 2021