Uppselt á Viðskiptaþing á morgun

Vegna mikillar aðsóknar á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar, getum við því miður ekki tekið við frekari skráningum á þingið. Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum þingsins á heimasíðu ráðsins.

Yfirskrift Viðskiptaþingsins að þessu sinni er "Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi" þar sem fjallað verður um það hvort Ísland sé nægjanlega opið fyrir alþjóðlegum viðskiptum og hvernig efla megi alþjóðageirann á Íslandi.

Að venju mun formaður Viðskiptaráðs ávarpa þingið. Meðal annarra sem taka til máls eru: Sven Smit framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Þá fara fram pallborðsumræður um menntamál þar sem þau munu sitja fyrir svörum Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna, Róbert Wessman forstjóri Alvogen og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor.

Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir blaðamaður á Viðskiptablaðinu.

Dagskrá Viðskiptaþings 2014

13:10   Skráning
13:20   Setning fundarstjóra – Edda Hermannsdóttir, Viðskiptablaðinu
13:25   Ræða formanns Viðskiptaráðs Íslands – Hreggviður Jónsson
13:40   Unlocking Iceland‘s Growth Potential – Sven Smit, McKinsey & Company
14:25   Kaffihlé
14:50   Námsstyrkir Viðskiptaráðs – kynningarmyndbönd frá styrkþegum
15:00   Ræða forsætisráðherra – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
15:20   Umhverfi alþjóðasprota á Íslandi – Helga Valfells, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins (NSA)
15:35   Frá örmarkaði til alþjóðamarkaðar – Árni Oddur Þórðarson, Marel
15:50   Pallborðsumræður – Styður menntakerfið við eflingu alþjóðageirans?

  • Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík
  • Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra

  • Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fyrrv. menntamálaráðherra

  • Róbert Wessman, Alvogen

  • Vilborg Einarsdóttir, Mentor

16:20   Samantekt – Frosti Ólafsson, Viðskiptaráð
16:30   Heimshornaflakk - ljúfir tónar og léttar veitingar

Tengt efni

Árangur í sóttvörnum gefur tilefni til tilslakana

Íslendingar eru meira á ferðinni en erlendir samanburðarhópar, samkvæmt gögnum ...
8. jan 2021

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020

Úrslit stjórnarkjörs - Ari formaður

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til ...
13. feb 2020