Fundur um Sundabraut hjá Verslunarráði

Fimmtudaginn 26. september var haldinn fundur aðildarfyrirtækja Verslunarráðs um Sundabraut. VÍ hóf umræðu um einkaframkvæmd Sundabrautar fyrr í sumar og er áhugi á meðal aðildarfyrirtækja ráðsins að halda þeirri umræðu áfram. Á fundinn voru boðuð fjármálafyrirtæki, fasteignafélög, verktakafyrirtæki og verkfræðifyrirtæki sem eru aðilar að VÍ. Á fundinum kom fram almennur áhugi á því að Sundabraut færi í einkaframkvæmd. Lögð var á það áhersla að þeir sem koma til með að bjóða í verkefnið fái svigrúm til að keppa um útfærslur.

Tengt efni

Fréttir

Víða meiri einkarekstur en á Íslandi

Þrátt fyrir háværar raddir og mikla umræðu hérlendis um einkavæðingu og ...
10. jún 2005
Fréttir

Gleðilegt ár!

Við óskum starfsmönnum aðildarfyrirtækja okkar, og landsmönnum öllum, gleðilegs ...
29. des 2006