Fundur um Sundabraut hjá Verslunarráði

Fimmtudaginn 26. september var haldinn fundur aðildarfyrirtækja Verslunarráðs um Sundabraut. VÍ hóf umræðu um einkaframkvæmd Sundabrautar fyrr í sumar og er áhugi á meðal aðildarfyrirtækja ráðsins að halda þeirri umræðu áfram. Á fundinn voru boðuð fjármálafyrirtæki, fasteignafélög, verktakafyrirtæki og verkfræðifyrirtæki sem eru aðilar að VÍ. Á fundinum kom fram almennur áhugi á því að Sundabraut færi í einkaframkvæmd. Lögð var á það áhersla að þeir sem koma til með að bjóða í verkefnið fái svigrúm til að keppa um útfærslur.

Tengt efni

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021

Íslensk útrás - London

Verslunarráð Íslands í samráði við Bresk-íslenska verslunarráðið stendur fyrir ...
7. apr 2005