Verslunarráðið heimsækir Hjallaskóla

Hinn 26. september bauð bæjarstjórinn í Garðabæ, Ásdís Halla Bragadóttir, Verslunarráði og Háskólanum í Reykjavík í heimsókn til að kynna stefnu og framtíðarsýn Garðabæjar í skólamálum. Nýi einkarekni Hjallaskólinn í Garðabæ var heimsóttur. Með nýjum einkaskólum verður til samanburður og nýsköpun í skólastarfi sem er mjög brýnt. Það starf sem farið er af stað í Hjallaskóla í Garðabæ er framúrskarandi og góður vitnisburður um einkaframtak á þessu mikilvæga stigi skólastarfs.

Bjarni Ármannsson afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur vasa sem gestirnir gáfu Hjallaskóla.

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022

Viðskiptaráð kynnti áherslur sínar á kosningafundi í morgun

Viðskiptaráð Íslands bauð fulltrúum stjórnmálaflokka til fundar og þáðu ...
15. sep 2021