Blaðamannafundur um erlenda sérfræðinga á Íslandi

Miðvikudaginn 8. október kl. 16 verður haldinn blaðamannfundur þar sem kynntar verða tillögur að bættum aðbúnaði og umhverfi erlendra sérfræðinga sem starfa á Íslandi. Á vegum Verslunarráðs var myndaður starfshópur í maí sl. og verður skýrslu hans dreift á blaðamannafundinum.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að til að alþjóðleg starfsemi fyrirtækja geti þrifist hér á landi, þurfi þjóðfélagið einnig að nýta sér krafta og frumkvæði erlendra sérfræðinga, sem vilja starfa hjá íslenskum þekkingarfyrirtækjum, bæði tímabundið og án tímamarka. Því sé mikilvægt að að bæta aðstöðuna og skapa aðlaðandi umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga og fjölskyldur þeirra.

Tengt efni

Útgerðarmenn og fulltrúar launþega skiptust á skoðunum á morgunverðarfundi VÍ

Á morgunverðarfundi Verslunarráðs sagði Guðmundur Kristjánsson aðaleigandi ...
28. sep 2004

Aðstaða erlendra sérfræðinga hér á landi

Í dag var haldinn blaðamannfundur þar sem kynntar voru tillögur að bættum ...
8. okt 2003

Sjónarhóll, HÍ og VÍ í samstarf

Verslunarráð Íslands hefur gert samning við Sjónarhól og félagsvísindadeild ...
9. nóv 2004