211 breytingar á skattkerfinu frá árinu 2007

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkun og 160 skattahækkanir. Fyrir hverja skattalækkun hafa því skattar verið hækkaðir ríflega þrisvar sinnum. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.

Skoða yfirlit

Veigamestu breytingarnar frá árinu 2007 eru eftirfarandi:

  • Tekjuskattur einstaklinga (efsta þrep) hefur hækkað um 34%
  • Meðalútsvar hefur hækkað um 11%
  • Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 100%
  • Erfðafjárskattur hefur hækkað um 100%
  • Skattur á neftóbak hefur hækkað um 459%
  • Kolefnisgjöld á bensín og díselolíu hafa hækkað um 107%
  • Almennt gjald af eldsneyti hefur hækkað um 176%
  • Tryggingagjald hefur hækkað um 38%

Jákvæðar breytingar um áramótin
Þónokkar skattalækkanir komu til framkvæmda um áramótin 2015-2016. Tekjuskattur var lækkaður, tollar á fatnað og skó afnumdir, orkuskattur á rafmagn afnuminn og tryggingagjald og útvarpsgjald lækkuð. Áætlað umfang þessara lækkana nemur um 11 ma. kr. á ári.

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að haldi áfram á þessari braut. Með því að lækka fleiri skatta á komandi árum er hægt að vinda ofan af óhagfelldri þróun skattkerfisins á fyrstu árum efnahagslægðarinnar. Þannig má styrkja forsendur aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara á komandi árum.

Tengt efni

Fimm skattahækkanir á móti hverri lækkun

Frá áramótum 2022 hafa verið gerðar 46 breytingar á skattkerfinu, þar af hafa ...
31. maí 2023

Icelandic Economy 3F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
12. júl 2022

Hversu oft má fara með rangt mál?

Sökum stærðfræðilegs ómöguleika getur krafan um að laun fylgi dæmigerðum ...
25. jan 2023