VÍ í ráðgjafahóp um viðskipti á Eystrasaltssvæðinu

Þór Sigfússon framkvæmdastjóri VÍ hefur verið skipaður í Ráðgjafahóp um viðskiptaþróun á Eystrasaltssvæðinu (Business Advisory Council - BAC) sem starfar innan Council of Baltic Sea States. "Eftir því sem fleiri íslensk fyrirtæki líta á Norðurlönd og nánasta umhverfi þess sem sitt viðskiptasvæði því brýnna er fyrir VÍ að fylgjast með á þessu svæði. Það eru miklir útrásarmöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki á Eystrasaltssvæðinu."  Þess má geta að Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undir forystu Jóns Sigurðssonar hefur verið leiðandi í samræmingu fjármögnunar á þessu svæði og BAC hefur m.a. tekið til umfjöllunar verkefnið Northern Dimension sem NIB hefur haft forystu um.  Í nóvember sl. ræddi BAC m.a. þær hindranir sem eru í vegi viðskipta á Eystrasaltssvæðinu.

Tengt efni

Viðburðir

Ferð aðildarfélaga VÍ á Kárahnjúka & Alcoa Fjarðaál

Á vordögum á síðasta ári efndi Verslunarráð til hópferðar austur á firði (flogið ...
20. sep 2005
Viðburðir

The Case of Finland and the EMU: Stabilizing a Small Economy

Thursday April 2nd Ilkka Mytty, Financial Counsellor at the Finnish Ministry of ...
2. apr 2009
Viðburðir

BRÍS - Iceland's recovery: Facts, myths and the lessons learned

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, heldur erindi á fundi The Official Monetary ...
28. jan 2016