VÍ í ráðgjafahóp um viðskipti á Eystrasaltssvæðinu

Þór Sigfússon framkvæmdastjóri VÍ hefur verið skipaður í Ráðgjafahóp um viðskiptaþróun á Eystrasaltssvæðinu (Business Advisory Council - BAC) sem starfar innan Council of Baltic Sea States. "Eftir því sem fleiri íslensk fyrirtæki líta á Norðurlönd og nánasta umhverfi þess sem sitt viðskiptasvæði því brýnna er fyrir VÍ að fylgjast með á þessu svæði. Það eru miklir útrásarmöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki á Eystrasaltssvæðinu."  Þess má geta að Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undir forystu Jóns Sigurðssonar hefur verið leiðandi í samræmingu fjármögnunar á þessu svæði og BAC hefur m.a. tekið til umfjöllunar verkefnið Northern Dimension sem NIB hefur haft forystu um.  Í nóvember sl. ræddi BAC m.a. þær hindranir sem eru í vegi viðskipta á Eystrasaltssvæðinu.

Tengt efni

Aðkoma einkaaðila stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á landsvæði ríkisins

Aðkoma einkaaðila og aukin fjárfesting þeirra getur stuðlað að nauðsynlegri ...
10. des 2020

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök ...
10. jan 2013