Afhending námsstyrkja Verslunarráðs

Innan Verslunarráðs Íslands er starfræktur námssjóður sem árlega styrkir tvo námsmenn til framhaldsnáms við erlenda háskóla. Fjárhæð hvors styrks er 250.000 krónur en samkvæmt skipulagsskrá námssjóðsins kemur það í hlut framkvæmdastjórnar Verslunarráðsins að ákveða styrkveitinguna hverju sinni.

 

Í ár bárust 19 umsóknir og er það töluvert færri umsóknir en undanfarin ár. Niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar var á þá leið að styrkina myndu hljóta þau Hildur Norðfjörð og Gunnar Páll Tryggvason.

 

Hildur Norðfjörð er 27 ára og leggur stund á meistaranám í félags- og vinnusálfræði, eða það sem kallað er á ensku Organizational and Social Psychology, við London School of Economics. Áhugi Hildar á þessu sviði beinist einkum að rannsóknum á viðbrögðum starfsmanna við skipulagsbreytingar innan fyrirtækja. Hildur lauk prófi í ferðamálafræði árið 1998 og BA prófi í sálarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Síðan þá hefur hún starfað hjá Flugleiðum í London og á rannsóknarstofu Birkbeck College í London þar sem hún aðstoðaði við rannsókn á starfsanda í breska flughernum og rannsókn tengdri starfsframmistöðu í nokkrum íslenskum fyrirtækjum.

 

 

Gunnar Páll Tryggvason er 26 ára og er í tveggja ára MBA námi við Wharton School og Business í Bandaríkjunum. Í námi sínu leggur Gunnar Páll áherslu á fjármál og stefnumótun. Gunnar Páll lauk BS prófi af fjármálasviði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands árið 2000 með afburðaárangri. Eftir það starfaði hann hjá Kaupþingi við fyrirtækjaráðgjöf.

        

Aðstandendur Hildar og Gunnars tóku við námsstyrkjunum fyrir þeirra hönd.

Móðir Hildar, Auður Aradóttir og afar Gunnar Páls, þeir Páll Ásgeir Tryggvason og Gunnar Kr. Björnsson.

 

 

Tengt efni

Eigum við að drepa fuglana?

Þegar við grípum inn í flókin kerfi getur það haft ófyrirséðar afleiðingar, ...
31. ágú 2022

Er framtíðin sjálfbær og gagnsæ?

Morgunfundur KPMG í samstarfi við Viðskiptaráð.
27. okt 2022

Er framtíðin sjálfbær og gagnsæ?

Morgunfundur KPMG í samstarfi við Viðskiptaráð.
25. okt 2022