Vel heppnuð ferð að Kárahnjúkum

Félagar Verslunarráðs áttu góðan dag að Kárahnjúkum þann 19. maí sl. Flogið var að morgni dags til Egilsstaða og farið að upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar í Végarði, þar sem framkvæmdirnar voru kynntar. Um fararstjórn sáu Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, Guðmundur Pétursson verkefnastjóri Landsvirkjunar og Jón Karl Ólafsson, formaður VÍ. Farið var að framkvæmdasvæði virkjunarinnar í Fljótsdal og stoppað á útsýnispalli í Sandfelli þar sem horft var yfir framkvæmdasvæði Kárahnjúkastíflu. Því næst var athafnasvæðið kringum Kárahnjúkastíflu skoðað í fylgd eftirlitsaðila. Stærsti bor landsins var skoðaður og gerði fólk sér grein fyrir stærð hans og umfangi. Ljóst er að um gríðarlegar framkvæmdir að Kárahnjúkum er að ræða voru menn sammála um að það væri einstök upplifun að líta þessar framkvæmdir eigin augun. Farið var að Skriðuklaustri þar sem Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunnar kynnti staðinn. Jack Klingler framkvæmdastjóri fjármálasviðs ALCOA kynnti nýtt álver í Fjarðarbyggð og bauð ALCOA upp á léttar veitingar. Verslunarráð færir fararstjórum, starfsfólki Landsvirkjunar, Skúla Birni og Jack Klingler bestu þakkir fyrir vel heppnaðan dag.

Myndir úr ferðinni

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

Ragnar Sigurður hefur störf hjá Viðskiptaráði

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs
4. sep 2023

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023