Skólaslit hjá Verzlunarskóla og Háskólanum í Reykjavík

Skólar Sjálfseignarstofnunar Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun, Verzlunarskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, hafa nú lokið skólaárinu 2003-2004. Verslunarráð Íslands hefur um árabil veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur við útskrift og brautskráningu skólanna.

Skólaslit fóru fram í Verzlunarskóla Íslands þann 22. maí sl. Formaður Verslunarráðs, Jón Karl Ólafsson, veitt verðlaun ráðsins fyrir hæstu einkunn í viðskiptagreinum á stúdentsprófi annars vegar og hæstu einkunn á stúdentsprófi frá alþjóðadeild skólans. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut þeirra Sigurðar Smára Sigurðssonar (hæstu einkunn í viðskiptagreinum) og Guðbjargar Benjamínsdóttur (hæsta einkunn frá alþjóðadeild).

MBA nemar voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 5. júní. Formaður Verslunarráðs veitti þar Gísla Tryggvasyni verðlaun fyrir afburðanámsárangur.

Laugardaginn 11. júní sl. var svo almenn brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík. Þar flutti formaður Verslunarráðs hátíðarræðu og veitt verðlaun ráðsins fyrir framúrskarandi námsárangur á BS-prófi í viðskiptafræði og á BS-prófi í tölvunarfræði. Þeir nemendur sem sem verðlaunin hlutu voru þau Kristín Eva Jónsdóttir BS í viðskiptafræði og Daði Ármannsson BS í tölvunarfræði.


MBA útskriftarnemar júní 2004

Tengt efni

Hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
10. maí 2023

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Ertu skarpari en stjórnmálamaður?

Ertu með hlutina á hreinu fyrir kosningar? Taktu þátt í stuttu prófi og sjáðu ...
7. sep 2021