Verslunarráð varar við ólögmætum "lottóbréfum"

Fyrirtækjum og einstaklingum berast í ríkum mæli bréf og tölvupóstssendingar um lottóvinninga. Fram kemur að móttakendur hafi unnið háar fjárhæðir í lottói, án þess að hafa keypt tiltekna lottóseðla. Eru aðilar oft beðnir um að veita upplýsingar m.a. um bankareikninga, vegabréfsnúmer eða senda ljósrit af skilríkjum. Til að tryggja greiðslu lottóvinninganna eiga aðilar í mörgum tilvikum að greiða u.þ.b. 550 evrur, áður en hægt er að greiða út „stóra” vinninginn.

Verslunarráð Íslands varar við þessum gylliboðum. Um leið og búið er að greiða umbeðna upphæð, fá aðilar upplýsingar um að búið sé að loka reikningnum og að greiða þurfi enn hærri upphæð, til að opna reikninginn. Flestir greiða þá aftur til að koma í veg fyrir að fyrri greiðsla glatist, en allt kemur fyrir ekki. Þeir sem greiða, tapa hverri krónu.

Tilgangur þeirra sem að gylliboðunum standa er eingöngu að svíkja út peninga. Hér er því um fjársvik að ræða og hafa margir tapað háum fjárhæðum. Verslunarráð vill beina þeim tilmælum til fyrirtækja og einstaklinga að taka alls ekki þátt í slíkum „lottóum”. Fólk á umsvifalaust að henda þeim bréfum sem berast og alls ekki að greiða umbeðnar fjárhæðir né gefa upp reikningsnúmer, kreditkortanúmer eða veita upplýsingar um persónuskilríki. Hægt er að misnota slíkar upplýsingar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Tengt efni

Unnu sveitarfélögin stóra vinninginn í ár?

Viðskiptaráð hefur rétt þeim sveitarfélögum sem hyggjast lækka ...
16. júl 2022

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022

Ríkið veit ekki alltaf best

Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en ...
28. jún 2021