Fundur VÍ um einkarekna grunnskóla

Á fundi Verslunarráðs um fjárhagslegan grundvöll einkarekinna grunnskóla voru niðurstöður Auðar Finnbogadóttur á ímynduðum hverfisskóla kynntar. Í niðurstöðum Auðar kemur í ljós að meðalkostnaður hjá skólum með færri en 200 nemendur á árunum 2003-2004 virðist vera á bilinu kr. 506.000,- til kr. 641.000,- en á bilinu kr. 383.000,- til 461.000,- hjá skólum með fleiri en 800 nemendur. Greiðslur til einkarekinna skóla í dag eru mun lægri en greiðslur til opinberra skóla.

Í erindi Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, ráðgjafa menntamálaráðherra kom fram að grunnskólar á Íslandi eru um og undir meðaltali í samanburði við aðrar þjóðir. Nágrannaþjóðir okkar hafa m.a. tekið upp fleiri rekstrarform en ríkisrekið rekstrarform til að auka sveigjanleika í þjóðfélaginu.  Innan OECD landanna eru að meðaltali 10% barna í einkareknum skólum. Á Íslandi eru 0,8% barna í einkareknum skólum og þeim fækkar hratt. Þorbjörg talaði um að einkareknir skólar hefðu góð áhrif á skólakerfið í heild. Þeir skynjuðu hlutverk sitt betur vegna krafna foreldra um gæði. Auk þess væri auðveldara að ná hagkvæmu rekstararfyrirkomulagi og starfsmannahaldi hjá einkareknum skólum. Hugmyndir um form og kennsluhætti eru fljótari fram að ganga og velgengni einkarekinna skóla ýtir undir kröfur foreldra og nemenda í öðrum skólum.

Hér má nálgast ræðu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur.

Tengt efni

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir öllum kleift að reikna sína ...
29. mar 2023

Fullt hús á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS

Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á ...
10. mar 2023

Erfið samkeppnisstaða einkarekinna fjölmiðla

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjalds (mál nr. 129)
15. mar 2023