Samanburður á viðskiptaumhverfi; Ísland í 9-10 sæti af 150 ríkjum

Ísland lendir í 9-10 sæti af 150 ríkjum ef gerður er samanburður á viðskiptaumhverfi hérlendis á þessu ári og öðrum ríkjum fyrir árið 2004. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi Verslunarráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í dag, þar sem fjallað var um skýrsluna “Doing Business.” Skýrslan sem unnin er af Alþjóðabankanum í samvinnu við VÍ og VUR gerir góð skil á viðskiptaumhverfi 150 ríkja víða um heim. Úttekt er gerð á mikilvægum þáttum í viðskiptaumhverfi viðkomandi ríkja og tekur mið af lagalegu umhverfi og áhrifum þess á viðskiptalífið. Á fundinum flutti Simeon Djankov, framkvæmdastjóri greiningardeildar Alþjóðabankans, erindi.

Sjá glærur Simeons Djankov hér.

Í erindi Halldórs Þórarinssonar, stjórnarformanns Fram Foods Ltd. kom m.a. fram að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og annarra þjóða væri mismunandi. Jafnframt væri menningarmunur á þjóðum, þ.e. mismunandi hugarfar og nálgun verkefna. Halldór taldi ástand mála á Íslandi nokkuð gott; skattaumhverfi væri betra hér á landi en víða annars staðar, atvinnuástand og hugarfar væri gott, menntamál góð og djörfung og hugur einkenndu Íslendinga. Íslendingar væru almennt jákvæðir og nálguðust verkefni með opnum huga. Halldór lagði áherslu á að Íslendingar þyrftu að tryggja samkeppnishæfni sína með frumkvæði, áræðni, jákvæðni og heiðarleika.

Sjá glærur Halldórs Þórarinssonar hér.

Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Erlend fjárfesting - nei, takk?

Leggja þarf áherslu á að afnema hindranir og liðka fyrir erlendri fjárfestingu
4. júl 2022

Hagkvæmari leikreglur til bættra lífskjara

Regluverk leggst þyngst á smærri fyrirtæki, þar sem þau hafa síður bolmagn til ...
7. jan 2021