Umhverfisráðuneyti á réttri leið

Nefnd, sem Umhverfisráðherra skipaði fyrr á þessu ári, hefur lagt til að Landmælingar hætti útgáfu landakorta og öðrum þeim rekstri sem er í samkeppni við einkaðila. Nokkur íslensk einkafyrirtæki hafa á undanförnum árum eflt starfsemi sína bæði hér og erlendis á þessu sviði og því er engin þörf fyrir ríkisstarfsemi í kortaútgáfu.  Mörg svipuð dæmi má nefna úr ríkisstarfseminni sem Verslunarráð Íslands hefur bent á að megi láta einkaaðila keppa um en viðbrögðin hafa verið lítil sem engin. Umhverfisráðherra á hrós skilið fyrir að hafa tekið af festu á þessu máli.

Þór Sigfússon

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022