Krónuhópur Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hóf nýverið vinnu við skýrslu um stöðu íslensku krónunnar. Meginverkefni nefndarinnar er að ákvarða hvernig núverandi kerfi verðbólgumarkmiðs þjóni hagsmunum íslensks atvinnulífs. Að sama skapi mun nefndin leita svara við því hverjir séu helstu kostir í gengismálum þjóðarinnar auk þess sem henni er ætlað að draga upp og meta skoðanir fulltrúa atvinnulífsins til krónunnar. Fyrsti fundur nefndarinnar fór fram þriðjudaginn 13. september og er áætlað að hópurinn hittist mánaðarlega fram að jólum

Í krónuhóp Viðskiptaráðs sitja:
Ólafur Ísleifsson, lektor í Háskólanum í Reykjavík (formaður)
Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.
Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífssins
Hörður Arnarsson, forstjóri Marels hf.
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka
Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf.
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ
Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegsráðuneytinu
Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka
Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám

Nefnd Viðskiptaráðs er ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir lok árs 2005.

Tengt efni

Staðreyndir

Fjármagnskostnaður enn dragbítur á samkeppnishæfni Íslands

Hagkvæm fjármögnun er einn af lykilþáttum í að auka samkeppnishæfni landsins. ...
16. júl 2020
Fréttir

Fjármálabólur, há skuldsetning og lágt verðbólgumarkmið

Á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í ...
16. nóv 2012
Fréttir

Opnunartími um jól og áramót

Minnum á breyttan opnunartíma yfir jól og áramót. Skrifstofa Viðskiptaráðs er ...
21. des 2016