Alþjóðabankinn skýtur stoðum undir niðurstöður Viðskiptaráðs og IMD

Viðskiptaráð Íslands kynnti fyrr á árinu í samstarfi við Íslandsbanka niðurstöður könnunar IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða heims. Samkvæmt könnuninni var Ísland fjórða samkeppnishæfasta hagkerfi í heimi á eftir Bandaríkjunum, Hong Kong og Singapúr.

Nýlega birti Alþjóðabankinn (e. World Bank) skýrslu sem skýtur styrkum stoðum undir niðurstöður Viðskiptaráðs og IMD-viðskiptaháskólans, enda kemur fram í skýrslu Alþjóðabankans að Ísland sé á meðal þeirra landa sem best er að eiga viðskipti við.

Viðskiptaráð hefur um árabil lagt áherslu á að kynna fyrir erlendum aðilum hversu traust umgjörð efnahagsmála sé á Íslandi og að viðskiptaumhverfi fyrirtækja sé með því besta sem þekkist. Staðfesting sérfræðinga Alþjóðabankans er því fagnaðarefni  fyrir alla sem láta sig umgjörð viðskipta á Íslandi einhverju varða.

Alþjóðabankinn áréttar að góð útkoma Norðurlandaþjóða markist að miklu leyti af vel sniðnu regluverki um rekstur fyrirtækja. Þegar Viðskiptaráð og Íslandsbanki kynntu niðurstöður um samkeppnishæfni Íslands á vormánuðum lagði ráðið ríka áherslu á að halda þyrfti áfram að létta á regluvirki um rekstur fyrirtækja á Íslandi og að affarasælast væri að markaðsaðilar hefðu sjálfir eftirlit hverjir með öðrum, eins og nýlega stofnuð yfirtökunefnd og reglur um stjórnarhætti fyrirtækja miða að.

Þau orð eiga enn við um þessar mundir.

Halldór Benjamín Þorbergsson
hagfræðingur Viðskiptaráðs

Tengt efni

Fréttir

Ísland í 12. sæti

Alþjóðabankinn (World Bank) hefur gefið út skýrsluna „Doing Business 2007“ þar ...
21. nóv 2006
Fréttir

Af kynjakvótum og ársreikningum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvap um breytingar á ...
18. mar 2013
Viðburðir

Bætt rekstrarskilyrði

Morgunverðarfundur þar sem skýrsla Alþjóðabankans Doing
21. nóv 2006