Einkaframtakið í sjúkraflutninga

Í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá samningum heilbrigðisráðuneytis um sjúkraflutninga. Nýlega fól ráðuneytið Heilbrigðisstofnun Suðurlands að annast þetta verkefni fyrir Suðurland eftir að  í ljós komað Brunavarnir Árnessýslu treystu sér ekki til að sinna verkefninu fyrir þá fjárhæð sem ráðuneytið bauð. Sjúkraflutningar hafa verið verkefni ýmist brunavarna eða lögreglu í viðkomandi umdæmum.

Í gær bárust svo fréttir af ályktun stjórnar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið eru hvött til að gera með sér samkomulag um framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu. Í ályktuninni segir, að mörg slökkvilið sveitarfélaga sinni nú þegar sjúkraflutningum með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Samlegðaráhrif þessa fyrirkomulags séu ótvíræð og stuðli að bættri þjónustu við íbúa landsins.

Viðskiptaráð Íslands telur ástæðu til þess að gjalda varhug við slíkum allsherjar samningi hins opinbera við sjálft sig.

Samningar um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, milli ráðuneytisins og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, verða brátt endurskoðaðir og af því tilefni ritaði Viðskiptaráð Íslands heilbrigðisráðherra bréf þar sem hvatt er til þess að kostir einkaframtaksins verði nýttir á þessu sviði sem öðrum þar sem því verður við komið.

Viðskiptaráð leggur á það áherslu að ráðuneytið leiti allra leiða til þess að tryggja að einkaaðilar eigi möguleika á að kynna sína þjónustu á þessu sviði og taka þátt í samningaviðræðunum sem í hönd fara á höfuðborgarsvæðinu. Í því sambandi minnir Viðskiptaráð sérstaklega á Innkaupastefnu ríkisins sem ríkisstjórnin samþykkti árið 2002.

Hér má nálgast bréf Viðskiptaráðs til heilbrigðisráðherra.

Tengt efni

Greinar

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020
Greinar

Ótímabærar launahækkanir

Að ráðast í launahækkanir á tímum þegar fjölmörg fyrirtæki eiga á hættu að fara ...
25. mar 2020
Fréttir

Mætum samdrætti LSH með útboðum, segir Þór Sigfússon

Um þessar mundir stendur yfir hin árlega umræða um vanda Landspítala ...
16. des 2003