Námsstyrkir

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um þrjá styrki til framhaldsnáms erlendis.  Einn styrkjanna er veittur úr Námssjóði Viðskiptaráðs um upplýsingatækni en hinir tveir úr Námssjóði Viðskiptaráðs.

  • Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.  Ein styrkveitingin gerir kröfu um nám á sviði upplýsingatækni.
  • Skilyrði styrkveitingarinnar er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambærilegu námi.

  • Hver styrkur er að fjárhæð kr. 300.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi, 7. febrúar 2007.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Viðskiptaráðs, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. janúar 2007.

Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskírteini, vottorð um skólavist erlendis og ljósmynd af umsækjanda.

Nánari upplýsingar hér

Menn eru hvattir til að vekja athygli námsmanna, sem eðli máls samkvæmt dvelja erlendis um þessar mundir, á styrkjunum.

Tengt efni

Nauðsynlegt að fyrirtækjum sé bættur skaði vegna sóttvarnaraðgerða

Ljóst er að þörf hefur skapast fyrir stuðning við fyriræki sem var gert að hætta ...
3. feb 2022

Styrkir á Viðskiptaþingi 2010

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs hafa undanfarin ár verið veittir fjórir ...
3. des 2009

Námsstyrkir

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um þrjá styrki til framhaldsnáms ...
16. jan 2006