Viðskiptamenntun á leið inn í framhaldsskólana

Nýverið voru gerðar breytingar á lögum um framhaldsskóla þar sem m.a. viðskipta- og hagfræðibraut kom inn sem fjórða brautin í framhaldsskólann. Með þessu er tryggt að ungt fólk hefur skýrt val um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi en það hefur ekki verið til staðar um nokkurt skeið.
 
Samtök kennara í viðskipta- og hagfræðigreinum átti frumkvæðið í því að vekja athygli á þessu máli gagnvart m.a. samtökum í viðskiptalífinu, eins og SA og Viðskiptaráði Íslands. Í framhaldi af því voru haldnir fundir með menntamálaráðherra sem tók strax vel í þessa málaleitan.
 
Þegar saman fara kennarar með frumkvæði, gott samstarf við samtök í viðskiptalífi og menntamálaráðherra, sem lætur verkin tala, geta margvíslegar umbætur orðið á skömmum tíma í menntamálum. 
 

Tengt efni

Kynningar

Niðurstöður skoðanakönnunar Viðskiptaráðs birtar í heild

Í tengslum við Viðskiptaþing fékk Viðskiptaráð Íslands Capacent Gallup til þess ...
21. feb 2014
Kynningar

Niðurstöður skoðanakönnunar Viðskiptaráðs birtar í heild

Í tengslum við Viðskiptaþing fékk Viðskiptaráð Íslands Capacent Gallup til þess ...
21. feb 2014
Fréttir

Hvernig verður Ísland best í heimi?

Viðskiptaráð verður 90 ára á þessu ári, en frá upphafi hefur ráðið lagt sig í ...
7. feb 2007