Fjölmennur fundur Viðskiptaráðs í Lundúnum

Viðskiptaráð Íslands kynnti skýrslu um fjármálastöðugleika á Íslandi í Lundúnum í dag. Fundurinn var annar í röðinni en VÍ stóð fyrir fundi í New York fyrir röskum hálfum mánuði síðan. Fundargestir í Lundúnum voru flestir starfsmenn erlendra fjármálastofnana og greiningaraðilar lánshæfismatsfyrirtækja. Á fundinum fjölluðu prófessorarnir Frederic S. Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson um fjármálastöðugleika á Íslandi og svöruðu spurningum frá fundargestum um íslenskt hagkerfi.

Fram kom í máli Frederic S. Mishkin að hann teldi allan samanburð á Íslandi og nýmarkaðsríkjum afar misráðinn. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að koma áleiðis til greiningaraðila upplýsingum um íslenskt hagkerfi og að hann væri þeirrar skoðunar að mikið af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið á síðustu mánuðum hafi að mörgu leiti verið óréttmæt.

Megin niðurstaða höfunda er sú að hverfandi hætta er á fjármálakreppu á Íslandi.

Íslenskt efnahagslíf og stöðugleiki á landinu hafa verið mikið í umræðunni á alþjóðlegum vettvangi að undanförnu og fram kom í máli Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, að fundirnir væru innlegg í umræðu um íslenskt hagkerfi og það væri von hennar að hún myndi dýpka umræðuna og ljá henni fræðilega vigt.

Myndir af fundinum í prentupplausn (300 pxl, TIF): Mynd 1  |  Mynd 2

Frekari upplýsingar um fundinn veita Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri í síma 510 7100.

Tengt efni

Umsögn um sameiningu stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

Umsögn Viðskiptaráðs um sameiningu stofnana umhverfis-, orku- og ...

Hvert stefnir verðbólgan?

Huga ætti að vaxtahækkunarferlinu í litlum skrefum til að kæla frekar en að kæfa ...
31. mar 2022

Nú er bara að hefjast handa

Á Skattadeginum 2022 var sjónum beint að nauðsynlegum umbótum í íslensku skattkerfi
13. jan 2022