Viðskiptaráð verðlaunar afbragðs stúdenta

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað afbragðsnema við útskriftir í þeim skólum sem ráðið starfrækir, Verzlunarskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag var árleg útskrift Verzlunarskólans þar sem Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði tvo nemendur. Þetta var fyrsta stúdentaútskrift Sölva Sveinssonar skólastjóra.

Erlendur sagði meðal annars í ræðu sinni: "Það er stefna okkar að atvinnulífið axli í auknum mæli þá ábyrgð sem fylgir menntamálum og að sjálfstæðum skólum fjölgi. Viðskiptaráð hefur þegar í undirbúningi að koma að rekstri fleiri menntastofnana."

Það voru þau Guðmundur Karl Gautason sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í viðskiptagreinum og Diljá Mist Einarsdóttir sem hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur í alþjóðafræðum.

Á 100 ára afmæli skólans í fyrra afhenti Viðskiptaráð nýja verðlaunagripi þeim námsmönnum sem þykja hafa skarað fram úr í náminu og á því varð engin breyting í ár. Þessir verðlaunagripir eru hannaðir og smíðaðir af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara og er myndefnið sótt til grísku goðafræðinnar og lýsir sigurgyðjunni Nike. Nike vísaði veginn til sigurs og það er von Viðskiptaráðs að hún verði nýstúdentunum hvatning til frekari dáða. Íslenskt atvinnulíf byggist jú á því að sífellt verði sótt fram.

Viðskiptaráð óskar þeim Guðmundi og Diljá til hamingju með árangurinn og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Tengt efni

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021

Það er efnahagslífið, kjáninn þinn

Vonandi farnast ríkisstjórn næstu fjögurra ára vel við að treysta undirstöður ...
29. sep 2021

Nauðsynlegt er að flugrekstri séu búin samkeppnishæf rekstrarskilyrði

Tryggja þarf að flugrekendur búi ekki við óþarflega íþyngjandi regluverk.
16. apr 2021