Mikilvæg skref stigin til lækkunar matarverðs

Viðskiptaráð Íslands fagnar skýrslu formanns matvælanefndar sem var afhent forsætisráðherra í dag, en VÍ átti fulltrúa í nefndinni. Í skýrslu formanns matvælanefndar má finna útreikninga Hagstofunnar á beinum verðáhrifum einstakra útfærslna sem ræddar voru í nefndinni og eru til þess fallnar að dýpka alla umræðu um lækkun matvælaverðs á Íslandi.

Útreikningar Hagstofunnar sýna svart á hvítu hversu mikið hagsmunamál það er fyrir verslun og viðskipti í landinu að dregið verði úr landbúnaðarvernd og Viðskiptaráð tekur heilshugar undir það mat. Ljóst er að mikið verk er framundan á næstu misserum í þessum efnum.

Viðskiptaráð hefur um áratugaskeið barist fyrir afnámi vörugjalda og fagnar því tillögum formanns nefndarinnar um afnám vörugjalda á matvæli. Að sama skapi telur Viðskiptaráð það mikið heillaskref að samræma skattlagningu matvæla í eitt þrep.

Nálgast má skýrslu formanns matvælanefndar forsætisráðherra hér.

Fréttatilkynningu hagstofustjóra með helstu niðurstöðum skýrslunnar má nálgast hér.

Tengt efni

Endurskoðun fari fram þegar nauðsynlegar upplýsingar eru til reiðu

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir.
16. feb 2022

Skattadagurinn 2022: Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra

Ávarp Bjarna Benediktssonar á Skattadegi Viðskiptaráðs, Deloitte og SA, 13. ...
13. jan 2022

Ótakmarkaðir möguleikar

Þegar þetta er ritað eru fleiri atvinnulausir en sem nemur öllum íbúum Akureyrar ...
16. des 2020