Fimm nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu:

B. Sturluson

  • B.Sturluson ehf. er löggilt bíla- og vélasala sem sérhæfir sig í sölu á atvinntækum og í hjólbarðasölu og hjólbarðaþjónustu.

Festi

  • Festi hf. er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja.

Herberia

  • Herberia er lyfjafyrirtæki sem þróar lyf úr virkum plöntu efnum fyrir Evrópumarkað.

PV Hugbúnaður (Plain Vanilla)

  • PV Hugbúnaður er leikjaframleiðandi sem rekur hinn vinsæla Quizup leik.
  • Fyrirtækið er með starfstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Snjohus Software

  • Snjohus Software er framleiðandi Vfit Trainer, þrívíddar einkaþjálfara sem er aðgengilegur fyrir Apple, Android og Windows phone.

Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

Tengt efni

Þrír nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin ...
13. maí 2014

Á fimmta tug frumkvöðla og stjórnenda hittust á tengslakvöldi

Á fimmta tug gesta og lærimeistara mættu á dögunum á sjöunda tengslakvöld ...
21. maí 2014

Þrír nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin ...
17. okt 2014