Sáttamiðlun - Ný leið fyrir viðskiptalífið

Góð mæting var á morgunverðarfund Viðskiptaráðs, Sáttar, Lögmannafélagsins og Dómarafélagsins um sáttamiðlun. Sáttamiðlun er nýtt úrræði til að leysa úr ágreiningi í einkamálum þar á meðal deilum er upp kunna að koma innan viðskiptalífsins og á undanförnum mánuðum hefur Viðskiptaráð unnið að því að bjóða upp á sáttamiðlun.

Á fundinum sagði Jes Anker Mikkelsen, formaður félags sáttalögmanna í Danmörku og einn af eigendum stærstu lögmannsstofunnar Bech-Bruun, sem sérhæfir sig í málum tengdum viðskiptalífinu, að sáttamiðlun hefði aukist mjög sem úrræði innan viðskiptalífsins. Viðskiptavinirnir vildu fá niðurstöðu með skjótum hætti og vildu jafnframt geta stundað viðskipti áfram. Sáttamiðlun hentar því viðskiptalífinu vel, þar sem báðir aðilar koma oftast sáttir út úr viðræðum og geta haldið viðskiptum áfram. Kostir sáttamiðlunar eru þeir að hún er skilvirk, niðurstaða fæst oftast á skemmri tíma (að meðaltali tekur sáttamiðlun 4 klst.) og kostnaðar deiluaðila er lægri. Um leið er um þjóðhagslega hagkvæma aðferð er að ræða, þar sem sáttamiðlun léttir á dómsstólum og eykur skilvirkni.

Sáttamiðlun gengur út að það að aðilar velja sjálfir að taka þátt í viðræðum með það að markmiði að ná samkomulagi sem báðir aðilar eru sáttir við og öðlast samningur þeirra bindandi réttaráhrif. Í máli Piu Deleuran, lögmanns og sáttamanns kom fram að sáttamiðlun er mótað ferli sem, með tilstuðlan sáttamanns, á að skapa svigrúm fyrir opnari viðræðum en t.d. í dómsmáli. Þessi nýja aðferð leggur þannig áherslu á lausn á grundvelli hagsmuna og þarfa deiluaðila í stað fyrir að byggja á kröfum og dómsmálum. Árangur sáttamiðlunar hefur verið mikill, þar sem 2/3 mála sem fara fyrir sáttamiðlun hafa fengið farsæla niðurstöðu. Það er því ekki að ásæðulausu sem vinsældir sáttamiðlunar hafa aukist mjög á undanförnum árum hafa vinsældir sáttamiðlunar aukist t.d. í Bandaríkjunum, Englandi og Norðurlöndunum.

Fundarmenn komu úr öllum áttum; þar mátti sjá aðila úr viðskiptalífinu, lögmenn, sálfræðinga, dómara, embættismenn og fleiri og því ljóst að áhuginn fyrir sáttamiðlun er mikill.

Gerðardómur Viðskiptaráðs býður aðilum aðstoð við að leysa úr viðskiptadeilum með sáttamiðlun. Hér má nálgast bækling um Gerðardóm Viðskiptaráðs og sáttamiðlun.

Hér má nálgast glærur frá fundinum      Partadvokatens rolle og Mediation

 

Tengt efni

Jöfnunarsjóður atvinnulífsins?

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar um ...
21. feb 2024

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Hvert stefnir verðbólgan?

Huga ætti að vaxtahækkunarferlinu í litlum skrefum til að kæla frekar en að kæfa ...
31. mar 2022