Ísland í 12. sæti

Alþjóðabankinn (World Bank) hefur gefið út skýrsluna „Doing Business 2007“ þar sem kannað var hversu auðvelt er að reka fyrirtæki í 175 löndum. Ísland lenti í 12. sæti að þessu sinni en var áður í 11. sæti. Þau lönd sem standa Íslandi framar eru: Singapúr, Nýja-Sjáland, Bandaríkin, Kanada, Hong Kong, Bretland, Danmörk, Ástralía, Noregur, Írland og Japan. Samkvæmt skýrslunni er hinsvegar erfiðast að reka fyrirtæki í Kongó, Austur-Tímor og Gínea-Bissá.

Þegar niðurstöðurnar eru greindar sést að Ísland þykir standa framarlega hvað varðar vernd eignarréttar og einnig þykir auðvelt að fá samningum framfylgt hérlendis, en Ísland er í 8. sæti hvað hvort tveggja varðar. Það sem erfiðar rekstrarskilyrði hérlendis er talið vera að erfitt er að ráða og reka starfsfólk, en þar er Ísland í 42. sæti. Þá þykir Ísland standa öðrum löndum að baki hvað varðar vernd fjárfesta og er í 83 sæti hvað það varðar. Þar er litið til gagnsæi viðskipta, skaðabótaverndar vegna ólögmætra innherjaviðskipta og möguleika á að höfða mál gegn stjórnendum vegna misferla.

Melissa Johns, sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum er stödd hérlendis og kynnti skýrsluna á morgunverðarfundi á Grand hótel þriðjudaginn 21. nóvember sem Viðskiptaráð Íslands, utanríkisráðuneytið, Alþjóðabankinn og Þróunarsamvinnustofnun stóðu sameiginlega fyrir.

Samantekt Alþjóðabankans um Ísland
Kynning Melissu I
Kynning Melissu II

Tengt efni

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023

Ógnar nýsköpun þjóðaröryggi?

Hagsmunir af því að fæla ekki enn frekar burt erlenda fjárfestingu eru ...
21. nóv 2022

Hagsmunamál að fæla ekki burt erlenda fjárfestingu

Umsögn Viðskiptaráðs um áform um lagasetningu um rýni á erlendum fjárfestingum ...
10. júl 2022