Arna Harðardóttir ráðin til Viðskiptaráðs

Arna Harðardóttir hefur verið ráðin til Viðskiptaráðs Íslands. Hún mun starfa sem fjármálastjóri Viðskiptaráðs og Sjálfseignarstofnunar Viðskiptaráðs um viðskiptamenntun, sem á og rekur Háskólann í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands.

Arna var framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris og starfaði í 9 ár á verðbréfamarkaði í miðlun og eignastýringu hjá Landsbankanum. Arna hefur MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, BA próf í viðskiptahagfræði frá háskólanum í Reading í Englandi, stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og próf sem löggiltur verðbréfamiðlari.

Soffía Vernharðsdóttir sem verið hefur fjármálastjóri Viðskiptaráðs í um 19 ár lætur af störfum, að eigin ósk, þegar nær dregur vorinu.

Tengt efni

Viljandi misskilningur

Hvort er hærra, skattur á launatekjur eða fjármagn?
6. sep 2022

Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til ...
12. apr 2005

Morgunverðarfundur: Vel smurð vél eða víraflækja?

Fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga ...
29. sep 2016