Viðskiptaráð verðlaunar námsmenn við útskrift HR

Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs Íslands, afhenti dúxum hverrar deildar verðlaun við útskrift HR sem fram fór laugardaginn 20. janúar s.l. Viðskiptaráð hefur gert þetta frá því að HR útskrifaði sína fyrstu nemendur, en verðlaunagripurinn er sá sami á hverju ári og sérsmíðaður fyrir þetta tilefni, það er sigurgyðjan Nike eftir Hallstein Sigurðsson.

Að þessu sinni voru það Sara Margareta Fuxén sem hlaut verðlaun fyrir afbragðs árangur í viðskiptadeild, Ólafur E. Friðriksson fyrir árangur í lagadeild og Sigurjón Þorsteinsson fyrir árangur í tækni- og verkfræðideild.

Erlendur þakkað fráfarandi rektor, Guðfinnu S. Bjarnadóttur, fyrir hennar störf, en hún hefur verið rektor frá stofnun skólans. Hann sagði m.a.: „Það er ekki hægt að segja um marga að þeir hafi breytt landslagi menntamála á Íslandi. Það er hinsvegar hægt að segja það skammlaust um Guðfinnu. Hún hverfur nú til annarra starfa á nýjum vettvangi og á örugglega eftir að valda straumhvörfum þar líka.“

Ávarp Erlendar Hjaltasonar

Tengt efni

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
21. jún 2021

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
26. jún 2020

Katrín Jakobsdóttir á föstudagsfundi Viðskiptaráðs

Félagar Viðskiptaráðs fá reglulega uppfærslu á efnahagsstöðunni á tímum COVID-19 ...
21. apr 2020