Formaður Viðskiptaráðs: Ástand gengismála óviðunandi

Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, sagði í setningarræðu Viðskiptaþings 2007 að það yrði ekki unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Erlendur sagði einnig: „ Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni. Núverandi ástand er ótækt en lausnirnar eru ekki augljósar.“ Hann sagði að upptaka evru þyrfti helst að fara fram samhliða inngöngu í ESB. Innganga í ESB yrði hinsvegar að ýmsu leiti afturför enda byggi Ísland við meira viðskiptafrelsi og betra skattkerfi en víðast hvar í ESB.

Þá sagði Erlendur: Nú hefur verið ákveðið að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.  Það er að mínu mati misráðin ákvörðun, þó hún sé í fullum rétti tekin. Ástæður þessa eru þær helstar að það er alls ekki samstaða um það í heiminum að hvalveiðar séu réttlætanlegar. Með því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni erum við að storka umhverfinu með þeim hætti að það getur skaðað íslenska hagsmuni mun meira en sem nemur þeim ávinningi sem af hvalveiðum hlýst.“

Ræða Erlendar

Tengt efni

Um annarra manna fé

Fyrir hverja krónu sem heimili og fyrirtæki verja samanlagt, eyðir hið opinbera ...
14. apr 2024

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023

Ríkið herðir hnútinn á leigumarkaði

Frumvarp um breytingar á húsaleigulögum er enn einn rembihnúturinná leigumarkaðinn
31. ágú 2023