Forsætisráðherra Svíþjóðar heimsækir VÍ

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, kom í stutta opinbera heimsókn til Íslands í gær. Hann kom til landsins um morguninn og hélt til hádegisfundar með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Eftir fund sinn með forsætisráðherranum heimsótti Reinfeldt skrifstofur Viðskiptaráðs Íslands þar sem hann ræddi framrás íslenskra fyrirtækja við stjórnendur úr atvinnulífinu. Ásamt Reinfeldt sátu fundinn Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs, Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings og Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík.

Í kjölfarið var haldinn stuttur blaðamannafundur þar sem meðal annars kom fram að Frederik Reinfeldt telji Svía geta lært ýmislegt af hinni íslensku útrás. Eftir fund sinn í Viðskiptaráði Íslands hélt forsætisráðherran aftur til Svíþjóðar.

Tengt efni

Heimsókn frá Kanaríeyjum

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi og af því tilefni bauð ...
6. sep 2021

Heimsókn til Orf líftækni

Það er kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga okkar og hvernig við ...
17. sep 2020

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020