553 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

553 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu á laugardag. Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast frá háskólanum. 368 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 184 úr meistaranámi og einn nemandi útskrifaðist með doktorsgráðu. Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eða 201 nemandi, þar af 62 með meistaragráðu.

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja og varaformaður stjórnar HR veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Þau hlutu að þessu sinni: Guðrún Ólöf Olsen, BA í lögfræði; Arnar Guðjón Skúlason, BSc í sálfræði; Tómas Ken Magnússon, BSc í tölvunarstærðfræði; Bjarki Ágúst Guðmundsson, BSc í tölvunarstærðfræði og Tómas Arnar Guðmundsson, BSc í rekstrarverkfræði.

Viðskiptaráð Íslands óskar verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju og útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann.

Tengt efni

Fyrirmyndarfyrirtækjum veitt viðurkenning

Sextán fyrirtæki þar sem starfshættir stjórna eru vel skipulagðir og framkvæmd ...
26. ágú 2022

Samkeppnishæfni Íslands eykst

Ísland bætir samkeppnishæfni sína og færist upp í 16. sæti samkvæmt greiningu IMD
15. jún 2022

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við ...
7. jún 2022