553 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

553 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu á laugardag. Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast frá háskólanum. 368 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 184 úr meistaranámi og einn nemandi útskrifaðist með doktorsgráðu. Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eða 201 nemandi, þar af 62 með meistaragráðu.

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja og varaformaður stjórnar HR veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Þau hlutu að þessu sinni: Guðrún Ólöf Olsen, BA í lögfræði; Arnar Guðjón Skúlason, BSc í sálfræði; Tómas Ken Magnússon, BSc í tölvunarstærðfræði; Bjarki Ágúst Guðmundsson, BSc í tölvunarstærðfræði og Tómas Arnar Guðmundsson, BSc í rekstrarverkfræði.

Viðskiptaráð Íslands óskar verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju og útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann.

Tengt efni

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021

Breytt aðgangsskilyrði til góðs

Eyða þarf þeim hömlum sem til staðar eru fyrir þá sem kynnu að kjósa list- ...
9. mar 2021

6. útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja

Útgáfuviðburður vegna útgáfu uppfærðra leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja ...
1. feb 2021