Viðskiptaráð óskar nýrri ríkisstjórn farsældar í starfi

Viðskiptaráð óskar nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar farsældar í starfi sínu á komandi kjörtímabili. Það er ljóst að fjölmörg brýn verkefni liggja fyrir og sterkur þingmeirihluti nýrrar ríkisstjórnar kemur tvímælalaust til að styðja við þá vinnu.

Viðskiptaráð leggur áherslu á að haldið verði áfram á braut efnahagslegra framfara og skattalegra umbóta. Árangur síðustu ára hefur sýnt fram á að vaxtarbroddur atvinnulífsins fellst ekki síst í virkjun einkaframtaksins og því er mikilvægt að stuðla að frekari þróun í þá átt. Sé hlúð að atvinnulífinu skapast forsendur til áframhaldandi hagsældar innan allra sviða samfélagsins.

Tengt efni

Mótsagnakenndar áhyggjur af bankasölu

Staðreyndin er sú að enginn er að tala um að draga að miklu leyti úr eigin fé ...
24. feb 2021

Hagkvæmari reglur til bættra lífskjara

Viðskiptaráð telur að áður en ráðist er í lagasetningu sem hefur í för með sér ...
9. mar 2020

Samkeppnishæfni á samningaborðið

Þrátt fyrir að langt sé á milli stjórnarmyndunarflokkanna í ýmsum málefnum eru ...
15. nóv 2017