Ályktun - fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna

Nú um helgina var árlegur samráðsfundur Viðskiptaráða Norðurlandanna haldinn í Reykjavík. Meginályktun fundarins var eftirfarandi: “Fulltrúar þingsins hvetja norræn stjórnvöld til að styrkja samstarf sín á milli við innleiðingu laga og reglugerða er varða viðskiptaumhverfið.”

Við núverandi aðstæður er skilvirkni norænna fyrirtækja skorður settar, sökum takmarkaðrar samræmingar við innleiðingu nýrrar löggjafar á sviði viðskipta, þá sérstaklega við innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu. Af þessum sökum geta viðskiptatækifæri glatast vegna aukins umsýslukostnaðar fyrirtækja á svæðinu.

Til að gefa dæmi um óhagræði af þessu tagi þá þurfa norrænir bankar með starfsemi í öllum Norðurlöndunum að taka tillit til innleiðingar á fimm mismunandi útfærslum af reglugerðum. Auk þessa heyra bankarnir undir fimm mismunandi fjármálaeftirlit, sem hvert hefur sínar reglur um t.a.m. bindiskyldu og eiginfjárhlutföll. Þannig væri hægt að spara mikinn tíma, kostnað og fyrirhöfn með samræmdri útfærslu laga, reglugerða og stofnanagerðar innan starfsvæðisins.

Viðskiptaráð Norðurlandanna hvetja stjórnvöld til að vinna saman og skapa hagfelldan, samræmdan norrænan markað þar sem fyrirtæki vinna eftir sömu reglum hvar sem er á svæðinu. Við innleiðingu nýrra laga, er varða viðskiptaumhverfi, ættu stjórnvöld innan svæðisins ávallt að vinna að samræmingu vegna viðkomandi lagabreytingar. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna innleiðingar á tilskipunum Evrópusambandsins. Í því ljósi væri skynsamlegt að setja upp samnorræna nefnd sem sæi um samræmingu tilskipanna.

Einföldun á regluverki er einn af grunnþáttum þess að efla starfsemi íslenskra fyrirtækja innan Norðurlandanna, enda myndu framfarir á því sviði gera fyrirtækjum kleyft að einbeita sér að rekstrinum sjálfum í stað lagaumhverfis.

Tengt efni

Icelandic Economy 2F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
7. apr 2022

The Icelandic Economy - 1F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
2. feb 2022

Stjórnvöld efni loforð sín og setji aukinn kraft í einföldun regluverks

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um ...
3. feb 2022