Til hamingju með afmælið

Í dag eru 90 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands. Í tilefni af afmælinu býður ráðið félagsmönnum sínum og velvildarmönnum til afmælisfundar og móttöku í Salnum og Gerðarsafni, Kópavogi. Á fundinum verða 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands kynntar og afhentar ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Forsætisráðherra heldur í kjölfarið ávarp. Síðan mun rektor Háskólans í Reykjavík kynna framtíðarsýn skólans. Að lokum munu fulltrúar ríkisstjórnarinnar ræða afmælistillögur Viðskiptaráðs Íslands.

Fundurinn hefst kl. 16:00 í Salnum og að fundi loknum verður haldin móttaka í Gerðarsafni þar sem sýnd verða verk úr safni Þorvaldar í Síld og fiski, en hann er fyrrum formaður Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð þakkar félögum sínum gott og gæfuríkt samstarf á síðastliðnum 90 árum og vonast til að sem flestir þeirra sjái sér fært að mæta í dag.

Tengt efni

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Endurskoðun fari fram þegar nauðsynlegar upplýsingar eru til reiðu

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir.
16. feb 2022

Jóhannes til liðs við Viðskiptaráð

Jóhannes Stefánsson lögfræðingur hefur verið ráðinn til Viðskiptaráðs Íslands.
27. maí 2022