Til hamingju með afmælið

Í dag eru 90 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands. Í tilefni af afmælinu býður ráðið félagsmönnum sínum og velvildarmönnum til afmælisfundar og móttöku í Salnum og Gerðarsafni, Kópavogi. Á fundinum verða 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands kynntar og afhentar ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Forsætisráðherra heldur í kjölfarið ávarp. Síðan mun rektor Háskólans í Reykjavík kynna framtíðarsýn skólans. Að lokum munu fulltrúar ríkisstjórnarinnar ræða afmælistillögur Viðskiptaráðs Íslands.

Fundurinn hefst kl. 16:00 í Salnum og að fundi loknum verður haldin móttaka í Gerðarsafni þar sem sýnd verða verk úr safni Þorvaldar í Síld og fiski, en hann er fyrrum formaður Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð þakkar félögum sínum gott og gæfuríkt samstarf á síðastliðnum 90 árum og vonast til að sem flestir þeirra sjái sér fært að mæta í dag.

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Endurskoðun fari fram þegar nauðsynlegar upplýsingar eru til reiðu

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir.
16. feb 2022