Forsætisráðherra Finnlands heimsækir skrifstofur Viðskiptaráðs

Í dag heimsótti forsætisráðherra Finnlands, Matta Vanhanen, skrifstofur Viðskiptaráðs Íslands þar sem hann fundaði með fulltrúum íslensks viðskiptalífs. Heimsóknin er liður í tveggja daga opinberri heimskókn Vanhanen til Íslands. Á fundinum var farið yfir sameiginleg hagsmunamál Íslendinga og Finna á sviði viðskipta. Þar var meðal annars rætt um kosti og galla þess að fjárfesta í finnska hagkerfinu, afstöðu Finna til evrunnar og ESB, möguleika til einkavæðingar í Finnlandi og framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Fundinn sátu forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta í Finnlandi. Fundinum stýrði Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs.

 

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Viðskiptaráð í heimsókn til Nox Medical

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á ...
9. okt 2023